Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV er greint frá því að Bandaríska knattspyrnukonan Allison Grace Lowrey hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2026. Allison kom til liðs við ÍBV frá Texas A&M en þar lék hún meðal annars í háskólaboltanum.
Allison er 23 ára sóknarmaður sem hefur slegið í gegn í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum í sumar, samtals hefur hún skorað 27 mörk í þessum tveimur keppnum og einnig komið að öðrum 13. Hún skoraði mark í öllum bikarleikjum liðsins í sumar en liðið fór alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Þá hefur hún skorað mark eða mörk í 14 af 17 deildarleikjum ÍBV á tímabilinu og er lang markahæst í Lengjudeildinni þegar einn leikur er eftir.
Knattspyrnuráð fagnar þessum gleðitíðindum og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst