Vestmannaeyjahlaupið fór fram í gær í fimmtánda sinn og tóku alls 128 hlauparar þátt. Veðrið var gott og stemningin létt, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir ungir hlauparar tóku þátt og sýndu glæsilegan árangur.
Í 5 km hlaupinu bar Eva Skarpaas sigur úr býtum í kvennaflokki á tímanum 23:18. Eva átti einmitt frumkvæðið að því að hlaupið yrði sett á laggirnar árið 2011 og hefur oftar en einu sinni staðið á verðlaunapalli í Eyjum. Daníel Snær Eyþórsson var fyrstur í mark í flokki karla og hljóp á 18:17.
Í 10 km hlaupinu sigraði Íris Dóra Snorradóttir kvennaflokk annað árið í röð með tímann 40:42. Í karlaflokki bar Arnar Pétursson sigur úr býtum á 35:38. Þetta var í fyrsta sinn sem Arnar tók þátt í Vestmannaeyjahlaupinu, en hann hefur þrisvar sinnum sigrað The Puffin Run.
Að hlaupi loknu veitti Eyjaskokk styrk til Minningarsjóðs Gunnars Karls.
Hægt er að skoða tímatöku hlaupsins hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst