Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í annari umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknum lauk með 37-27 sigri heimamanna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þegar líða tók á hálfleikinn juku Eyjamenn forskotið og staðan í hálfleik 19-15.
Eyjamenn voru með mikla yfirburði í síðari hálfleik. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum voru þeir komnir með tíu marka forystu, 29-19. Mest leiddu þeir með 13 marka mun en lokatölur leiksins 37-27. Eyjamenn byrja tímabilið vel og er komnir með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum. Stjörnumenn eru stigalausir eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Elís Þór Aðalssteinsson var markahæstur í leiknum með sjö mörk.
Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 7 mörk, Anton Frans Sigurðsson 6, Dagur Arnarson 5, Sveinn José Rivera 5, Andri Erlingsson 5, Ívar Bessi Viðarsson 4, Jakob Ingi Sigurðsson 2, Daníel Þór Ingason 1, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Sigtryggur Daði Rúanrsson 1.
Eyjamenn taka næst á móti FH í Kaplakrika fimmtudaginn 18. september kl. 19:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst