Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór á Akureyri í annarri umferð Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með 30-25 sigri KA/Þórs. Fyrri háfleikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Eyjakonur náðu tveggja marka forystu þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks en KA/Þór sneri taflinu við og fóru þær með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 14-12.
KA/Þór leiddi allan seinni hálfleikinn. Eyjakonur náðu tvívegis að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki. Lokatölur 30-25 KA/Þór í vil. ÍBV er með tvö stig eftir fyrstu tvo leiki sína og sitja í þriðja sæti. Nýliðar KA/Þór hafa unnið báða sína leiki og eru með fjögur stig á toppnum.
Sandra Erlingsdóttir var markhæst í leiknum ásamt Tinnu Valgerði Gísladóttur, leikmanni KA/Þórs með 7 mörk. Amalia Frøland var með 13 skot varin.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 5, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Britney Emilie Florianne Cots 1, Birna María Unnarsdóttir 1.
Næsti leikur ÍBV er heimaleikur gegn Stjörnunni laugardaginn 27. September kl. 13:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst