Lokaleikir Bestu deildar karla fara fram í dag, en af þeim loknum tekur við úrslitakeppni, þegar efri sex liðin keppa um titilinn og neðri sex liðin berjast um að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópvogsvelli.
Blikar eru í fjórða sæti með 33 stig en Eyjaliðið er í áttunda sæti með 28 stig. ÍBV getur með sigri komist upp fyrir KA, Fram og FH og þannig endað í efri hlutanum, en KA og Fram hafa 29 stig og FH stigi meira. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Ljósið og er frítt á völlin, en tekið verður við frjálsum framlögum á staðnum. Leikurinn hefst klukkan 18.00.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst