Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september. Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður.
Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á tímanum 23:18. Eva hvatti Vestmanneyinga að setja hlaupið á laggirnar árið 2011 og hefur oft verið á verðlaunapalli í Eyjum. Daníel Snær Eyþórsson var langfyrstur karla á tímanum 18:17.
Íris Dóra Snorradóttir sigraði 10 km kvennaflokk annað árið í röð og kom í mark á tímanum 40:42. Sigurvegari karlaflokks var Arnar Pétursson á 35:38. Arnar var að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu í fyrsta sinn. Hann hefur sigrað The Puffin Run þrisvar sinnum.
Eyjaskokk styrkti Minningarsjóð Gunnars Karls að hlaupi loknu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst