ÍBV 2 tryggði sér í gær inn í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir eins marks sigur 36-35 á Herði frá Ísafirði. ÍBV var með yfirhöndina stóran hluta úr leiknum og voru yfir 18-14 í hálfleik.
Harðverjar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn 22-22. Þegar um fjórar mínútu voru eftur af leiknum voru Harðverjar komnir með þriggja marka forystu 35-32. Eyjamenn hins vegar náðu að snúa leiknum sér í vil á lokamínútum leiksins. Gabríel Martínez jafnaði leikinn fyrir ÍBV í 35-35. Harðverjar fengu tækifæri til að komast aftur yfir en Björn Viðar Björnsson kórónaði frábæran leik og varði. Eyjamenn fengu hraðaupphlaup í kjölfarið sem Gabríel Martínez skoraði úr. Lokatölur 36-35. Allt ætlaði að sjóða upp úr í lok leiks sem endaði með því að þjálfari Harðverja fékk að líta rauða spjaldið.
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í leiknum með 14 mörk. Björn Viðar Björnsson var með 11 skot varin.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 14, Gabríel Martínez 6, Fannar Friðgeirsson 4, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Þorlákur Sigurjónsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Sindri Georgsson 1, Sigurður Bragason 1, Adam Smári Sigfússon.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst