Dregið var í 16-liða úrslit Powerade bikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Karlalið ÍBV fékk Aftureldingu á útivelli, ÍBV 2 fékk heimaleik gegn KA og kvennalið ÍBV spilar gegn 1. deildarliði Gróttu í Eyjum. Hér að neðan er hægt að sjá allar viðureignir 16-liða úrslitanna.
16-liða úrslit karla, leikirnir verða spilaðir dagana 8.-9. nóvember:
Haukar – Valur
Fjölnir – Stjarnan
Afturelding – ÍBV
ÍR – Þór
HK – Selfoss
Grótta – FH
Víkingur – Fram
ÍBV 2 – KA
16-liða úrslit kvenna, leikirnir fara fram dagana 28.-29. október:
HK – Fram
KA/Þór – Selfoss
Víkingur – Fjölnir
ÍBV – Grótta
Stjarnan – FH
ÍR – Afturelding
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst