Nú er búið að skipta upp Bestu deildunum. Fyrsti leikurinn í neðri hlutanum var í gær þegar ÍA rúllaði yfir Vestra fyrir vestan, 0-4. Í dag eru svo tveir leikir. Þar mætast annars vegar ÍBV og Afturelding og hins vegar KA og KR.
Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 16.00. Eyjamenn efstir í neðri hlutanum með 29 stig en Afturelding er á botninum með 21 stig, 3 stigum á eftir KR sem er í næstneðsta sæti eftir sigur ÍA í gær. ÍBV hefur gengið brösulega gegn Aftureldingu í sumar. Liðin skildu jöfn í Mossfellsbæ í vor en Afturelding sigraði svo ÍBV í Eyjum. Rétt er að taka fram að Ísfélagið býður öllum á leikinn.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst