Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með 27 stig og getur með sigri jafnað Eyjamenn að stigum.
Klukkan 13.30 hefst svo leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna. Leikið er í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Um er að ræða lokaleik 3. umferðar en ÍBV er með 2 stig í sjötta sæti. Stjarnan er hins vegar enn án stiga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst