15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur.
Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á höfuðborgarsvæðinu sama dag.
Hildur Rún Róbertsdóttir og Þórunn Pálsdóttir segja sínar sögur, en báðar hafa þær upplifað missi. Að stund lokinni verður kaffi og spjall í Safnaðarheimilinu. Foreldrar og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst