Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni.
Uppfært kl. 12.18.
Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að skoða línuna. ,,Verið er að kanna orsök útleysingar og varaafls keyrsla er hafin í Vestmanneyjum og á Vík.”
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets segir í samtali við Eyjafréttir að verið sé að fara með línunni núna, að skoða hana og athuga hvort það séu skemmdir á henni. ,,Eins og staðan er núna vitum við ekki nákvæmlega hvað þetta mun taka langan tíma – en það er verið er að keyra upp varaafl í Vestmanneyjum í þessum töluðum orðum.”
Uppfært kl. 12.40
FM-sendingar Rásar 1 og Rásar 2 liggja einnig niðri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst