„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdsviðs Vestmannaeyjabæjar sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Er um að ræða hundruð milljóna fyrir Vestmannaeyjar.
Minnisblaðið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs og í fundargerð er lýst áhyggjum af minnkandi umsvifum skemmtiferðaskipa vegna aukinna álaga og gjalda.
„Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum, en nýjar álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í fundargerðinni.
Niðurstaðan er að nú þegar sjáist í bókunum fyrir árið 2027 að auknar álögur séu farnar að hafa íþyngjandi áhrif fyrir höfnina og ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum. „Mikilvægt er að höggva ekki frekar í atvinnuvegi landsbyggðarsveitarfélaga“, er niðurstaða bæjarráðs sem fól Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem þessi aukna gjaldtaka er inni í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Í minnisblaði Brynjars kemur fram að árið 2024 komu 87 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja, í ár voru þau 109 en áætlaður fjöldi er 100 á næsta ári og 67 árið 2027 sem er um 40% færri skip en í ár.
Brynjar tekur nokkur dæmi úr bókhaldi Hafnarsjóðs Vestmannaeyjahafnar og reiknar út meðaltalskostnað miðað við fjölda skipa og gesta á hvert skip.
Skipabókunum hefur fækkað um 43 á milli áranna 2025 til 2027 sem þýðir 39% lækkun á heildartekjum sem gera 423 milljónir króna fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Með hinum nýju álögum má búast við verulegri fækkun skipa við Ísland. Það hefur í för með sér:
„Við leggjum til að endurskoðað verði hvort þessi aðgerð sé raunhæf leið til tekjuöflunar. Í staðinn mætti skoða aðrar útfærslur sem bæði tryggja eðlilega þátttöku skemmtiferðaskipa í kostnaði samfélagsins en haldi jafnframt í horfi þeirri jákvæðu hagrænu og samfélagslegu virkni sem heimsóknir þeirra hafa haft,“ segir Brynjar í lokaorðum minnisblaðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst