Minni tekjur hafnarsjóðs og tjón fyrir ferðaþjónustu
10. október, 2025
Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö
Líf í höfninni. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdsviðs Vestmannaeyjabæjar sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Er um að ræða hundruð milljóna fyrir Vestmannaeyjar. 

Minnisblaðið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs og í fundargerð er lýst áhyggjum af minnkandi umsvifum skemmtiferðaskipa vegna aukinna álaga og gjalda.

Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum, en nýjar álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í fundargerðinni. 

Niðurstaðan er að nú þegar sjáist í bókunum fyrir árið 2027 að auknar álögur séu farnar að hafa íþyngjandi áhrif fyrir höfnina og ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum. „Mikilvægt er að höggva ekki frekar í atvinnuvegi landsbyggðarsveitarfélaga“, er niðurstaða bæjarráðs sem fól Drífu Gunnarsdóttur,  framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem þessi aukna gjaldtaka er inni í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Í minnisblaði Brynjars kemur fram að árið 2024 komu 87 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja, í ár voru þau 109 en áætlaður fjöldi er 100 á næsta ári og 67 árið 2027 sem er um 40% færri skip en í ár. 

Brynjar tekur nokkur dæmi úr bókhaldi Hafnarsjóðs Vestmannaeyjahafnar og reiknar út meðaltalskostnað miðað við fjölda skipa og gesta á hvert skip. 

  •  Fjöldi farþega á hverju skipi árið 2024 að meðaltali voru 361 farþegi en voru á bilinu 150 til 2400 talsins og fór það eftir stærð skipa.
  •  Veður var óhagstætt sumarið 2024 og því sigldu stærri skipin með um 15.000 farþega fram hjá því ekki var veður til að taka þau inn. Veður setti strik í reikninginn líka sumarið 2025 og hættu 18 skip við vegna veðurs.
  •  Meðaltalsneysla farþega í landi, varlega reiknuð er kr. 24.000  á mann. Uppreiknuð tala frá könnun sem gerð var á Ísafirði árið 2019.
  •  Meðaltal hafnargjalda er kr. 1.400.000  á skip samkvæmt tölum frá hafnarsjóði Vestmannaeyjahafnar Hér eru niðurstöðurnar fyrir áætlaðar tekjur Vestmannaeyjahafnar og þjónustuaðila 2024 til 2027:

 

Skipabókunum hefur fækkað um 43 á milli áranna 2025 til 2027 sem þýðir 39% lækkun á heildartekjum sem gera 423 milljónir króna fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Með hinum nýju álögum má búast við verulegri fækkun skipa við Ísland. Það hefur í för með sér: 

  •  Tekjutap fyrir ferðaþjónustu og sveitarfélagið sem reiða sig á komu gesta með skemmtiferðaskipum.
  •  Samkeppnishindranir þar sem Ísland verður síður samkeppnishæfur áfangastaður í samanburði við nágrannalönd sem ekki beita sambærilegum álögum.
  •  Áhrif á atvinnusköpun á landsbyggðinni þar sem ferðamenn frá skemmtiferðaskipum eru oft ein helsta stoðin fyrir smærri fyrirtæki.

 

„Við leggjum til að endurskoðað verði hvort þessi aðgerð sé raunhæf leið til tekjuöflunar. Í staðinn mætti skoða aðrar útfærslur sem bæði tryggja eðlilega þátttöku skemmtiferðaskipa í kostnaði samfélagsins en haldi jafnframt í horfi þeirri jákvæðu hagrænu og samfélagslegu virkni sem heimsóknir þeirra hafa haft,“ segir Brynjar í lokaorðum minnisblaðsins. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Minningarstund í Landakirkju
15. október 2025
20:00
Minningarstund
Landakirkja
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.