Eyjarnar landa í heimahöfn
10. október, 2025
Bergey 20251009 102412
Bergey á leið úr höfn í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa allir landað í vikunni sem er að líða. Á vef Síldarvinnslunnar er greint frá veiðiferðum hvers þeirra.

Þar kemur fram að Vestmannaey VE hafi landað í heimahöfn í Eyjum á mánudaginn. Skipið var með fullfermi og lét skipstjórinn, Egill Guðni Guðnason, vel af sér. „Þetta var fínn túr og veðrið var þokkalegt. Við vorum að veiðum í Sláturhúsinu, í Breiðamerkurdýpi og á Ingólfshöfðanum. Við álpuðumst til að vera á réttum stað á réttum tíma og allsstaðar reyndist vera ágætis nudd. Fiskurinn sem fékkst var góður og þorskurinn var af stærstu gerð. Meirihluti aflans var ýsa en síðan var þetta þorskur og fleiri tegundir,” sagði Egill Guðni.

Bergey VE landaði í heimahöfn á þriðjudaginn. Jón Valgeirsson skipstjóri var brattur að lokinni veiðiferðinni. „Við lögðum áherslu á að fá ýsu og síðan blandaðan afla. Það gekk þokkalega. Langmest af aflanum var ýsa og síðan var þetta einnig þorskur og koli. Við hófum veiðar á Tangaflakinu en síðan var farið á Gletting, Gula teppið og í Sláturhúsið. Það var síðan restað á Ingólfshöfðanum. Veður var sæmilegt og í Sláturhúsinu vorum við í góðu skjóli,” sagði Jón.

Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á þriðjudag. Aflinn var mest þorskur en einnig ýsa og ufsi. Einar Ólafur Ágústsson skipstjóri sagði að um væri að ræða góðan fisk. „Við vorum norður á Hala, á Kögurgrunni og í Þverálnum. Sannleikurinn er sá að á þessum slóðum var kominn vetur. Það fiskaðist mjög vel á fyrsta degi túrsins en síðan dró mjög úr veiðinni. Það hafði verið gott fiskirí þarna og við náðum í restina á því. Ég geri ráð fyrir að næst verði haldið austur fyrir land vegna veðurútlits,” sagði Einar Ólafur.

Gullver NS landaði á miðvikudag í heimahöfn á Seyðisfirði. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri sagði að veður hefði strítt mönnum verulega í túrnum. „Við hófum veiðar í Seyðisfjarðardýpinu. Það var góð veiði í fyrstu en síðan brældi og þá var flúið inn á Norðfjörð og legið þar í vari í sólarhring. Síðan var flakkað um nokkrar ýsubleyður; farið á Gerpisflak, Gula teppið og veitt við Hvalbakshólfið. Í sannleika sagt var ýsan heldur treg og sagt er að hún gangi ekki út frá landinu fyrr en kólnar. Meirihluti aflans í túrnum var þorskur en við vorum með tæp 30 tonn af ýsu,” sagði Hjálmar Ólafur.

Vestmannaey og Bergey héldu til veiða á ný í gær, en bæði Jóhanna Gísladóttir og Gullver létu úr höfn fljótlega eftir að löndun lauk.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Minningarstund í Landakirkju
15. október 2025
20:00
Minningarstund
Landakirkja
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.