Það verður líf og fjör í íþróttum Eyjanna í dag þar sem lið ÍBV leika þrjá leiki í mismunandi greinum.
Fyrst mætast ÍBV og KA í knattspyrnu á Hásteinsvelli kl. 12:00, þar sem heimamenn leita eftir mikilvægum stigum í lokaleik mótsins, en sigurvegari leiksins hlýtur Forsetabikarinn. Rétt er að taka fram að KA nægir jafntefli í leiknum.
Strax í kjölfarið eigast sömu félög við í Olís deild karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst kl. 15:00, þar sem búist er við fjörugum leik og mikilli stemningu í stúkunni.
Þá mætir kvennalið ÍBV í N1-höllina í Reykjavík, þar sem þær mæta Val kl. 14:00 í Olís deildinni. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja sín lið. Það verður sannkallaður ÍBV-dagur í dag!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst