Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV.
„Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að Dj Doctor Victor heldur uppi stuðinu til kl 01. Þá mætir rúta á svæðið og skutlar þeim dömum sem vilja á Lundann, sem sagt endalaust PARTÝ.
Við verðum að sjálfsögðu með okkar glæsilega happdrætti. Sigurður Bragason mun svo sjá um PÍLU-keppnina og þar verður glæsilegur vinningur eins og alltaf.
Enn eru nokkrir miðar til, miðaverð er 9.900. Hægt að hafa samband við Helenu (844-3013) til að nálgast miða.
Við viljum að lokum þakka öllum okkar styrktaraðilum fyrir þeirra jákvæðu viðbrögð ár eftir ár. En það væri ekki hægt að halda svona glæsilegt kvöld ef það væri ekki fyrir þessa aðila.”





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst