Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki iðn- og verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir nemendur, kennara og allt samfélagið í Eyjum,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV. „Við erum afar stolt af því starfi sem hér fer fram og þakklát fyrir þann mikla stuðning sem skólinn fær frá atvinnulífi og samfélaginu í heild.“
Við óskum jafnframt öllum öðrum verðlaunahöfum ársins innilega til hamingju með sína viðurkenningu. Á myndinni eru fulltrúar skólans með viðurkenninguna og blóm.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst