Herjólfur stefnir á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar í kvöld. Samkvæmt tilkynningu félagsins verður brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00, en um er að ræða breytta brottförartíma frá því sem áður var áætlað kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn verður kl. 19:45.
Dýpi var mælt fyrr í dag og samkvæmt niðurstöðum hafa aðstæður ekki versnað frá síðustu mælingu. Í ljósi þess er talið mögulegt að sigla til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum við kjöraðstæður. Dýpkunarskipið Álfsnes er jafnframt á leið til Landeyjahafnar þar sem stefnt er að því að hefja dýpkun um leið og skipið er komið á staðinn.
Herjólfur stefnir einnig á siglingu í fyrramálið á sömu tímum, með brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og brottför kl. 10:45 frá annaðhvort Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn. Endanleg ákvörðun um höfn verður kynnt í sérstakri tilkynningu kl. 06:00 í fyrramálið. Frekari upplýsingar um framhald siglinga verða gefnar út eftir hádegi á morgun.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst