Desember er mánuður fagnaðarerindis og er sannarlega um slíkt að ræða hjá KFS að þessu sinni! Markakóngurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur tekið við þjálfun liðsins! Gunnar Heiðar er með gríðarlega reynslu af fótbolta og eru bundnar miklar vonir við þessa ráðningu. ÍBV og KFS eru í nánu samstarfi sem forsvarsmenn beggja aðila vilja efla og er ráðningin á Gunnari hluti af því.
„ÍBV hefur verið í sambandi við mig í nokkrar vikur og líst því yfir að vilja fá mig til að þjálfa hjá þeim. Þegar félagið þitt leitar til þín þá er mjög erfitt að segja nei við því. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hlakka til að hjálpa ungum leikmönnum sem eru kannski ekki alveg klárir í meistaraflokk ÍBV og gera þá að betri leikmönnum. Ég hef alla tíð verið hlynntur þessu samstarfi hjá ÍBV og KFS. Þegar ég spilaði erlendis þá sá maður vel hvað svona samstarf getur verið mikilvægt fyrir leikmenn sem hafa metnað og vilja til að bæta sig. Margir frábærir leikmenn sem ég spilaði með komu inn í aðalliðið í gegnum svona samstarf. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn að spila fullorðinsbolta og eiga möguleikann á að ná lengra,” sagði Gunnar að þessu tilefni.
Markmið KFS er að fara upp um deild næsta sumar og að skapa öllum þeim sem vilja spila fótbolta af metnaði vettvang til þess.
Til hamingju með samninginn Gunnar og áfram KFS!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.