Fimleikafélagið Rán á árangursríkt ár að baki og framundan eru spennandi verkefni á nýju ári.
Í ágúst síðastliðnum fóru iðkendur í æfingabúðir til Svíþjóðar þar sem lögð var áhersla á tæknilega þróun og hópastarf. Í nóvember tók einn hópur þátt í móti og náði þar 2. sæti.
Keppnistímabilið heldur áfram í febrúar næstkomandi þegar tveir hópar, nemendur í 3.–5. bekk, fara á mót. Seinna í febrúar fara tveir eldri hópar á mót, 7. bekkjar ásamt elsta hóp. Á því móti verður keppt með ný og stærri stökk en áður.
Fimleikafélagið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar fyrr í janúar fyrir 2025 sem styður við áframhaldandi starf. Ljóst er að metnaður og mikil vinna meðal iðkenda, þjálfara og stjórnenda hefur skilað sér í stöðugum framförum hjá félaginu.
