Komu inn vegna veðurs
Bergey og Vestmannaey lönduðu um 30 tonnum hvor
Vestmannaey V Landar 20220717 111132
Landað úr Vestmannaey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Togarar Síldarvinnslusamstæðunnar hafa landað í sínum heimahöfnum síðustu dagana. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á laugardag, Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu í Vestmannaeyjum í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag.

Á fréttasíðu fyrirtækisins er farið yfir veiðiferðir skipanna. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttir, lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík og aflinn var mest karfi og steinbítur. Það var verið eina þrjá daga að veiðum. Við byrjuðum út af Látrabjargi en síðasta daginn var veitt í Jökuldýpinu. Það var mokkarfaveiði í Jökuldýpinu og fengust þar um 30 tonn í þremur mjög stuttum holum. Við erum bara brattir með túrinn,” sagði Einar Ólafur. Jóhanna Gísladóttir hélt á ný til veiða á laugardagskvöld.

Vetmannaeyjatogararnir komu til hafnar í gær vegna veðurs og lönduðu um 30 tonnum hvor. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra skipanna hefur verið skítabræla fyrir sunnan land. „Það hefur verið austanátt og virkilegt leiðindaveður. Togararnir komu inn vegna veðursins en afli þeirra var mest ýsa og þorskur. Gert er ráð fyrir að þeir haldi til veiða á ný á fimmtudag,” sagði Arnar.

Hjálmar Ólafur Bjarnason, skipstjóri á Gullver, sagði að aflinn hefði verið um 90 tonn, mest þorskur og örlítið af ýsu með. „Við vorum alllengi að finna einhvern fisk í þessum túr. Veitt var alveg frá Skrúðsgrunni og norður á Digranesflak. Mjög trgt var framan af, en aflinn fékkst að mestu á Digranesflakinu,” sagði Hjálmar Ólafur. Gullver mun halda á ný til veiða á fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.