Áhrifa samkomubanns gætir víða í Eyjum

Eyjafréttir á leið inn um lúguna

Nýtt tölublað Eyjafrétta verður borið út til áskrifenda í dag en er nú þegar aðgengilegt á netinu.

Áhrif samkomubann vegna útbreiðslu Covid-19 hefur víðtæk áhrif í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Farið er yfir þau helstu í blaðinu í dag.
Spjallað er við Soffíu Valdimarsdóttur, sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Eyjum. Thelma Gunnarsdóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, gefur okkur nokkur ráð til aðstoðar andlegu hliðinni á meðan faraldurinn gengur yfir.

Halldór Sævar Grímsson, liðsstjóri nýkrýndra bikarmeistara ÍBV er í skemmtilegu spjalli. Myndir úr óvissuferð hjá Ægi. Fastir liðir eins og matgæðingurinn, gátan ofl.

Áhugasamir sem ekki eru áskrifendur geta gripið sér eintak í Tvistinum, Krónunni eða á Kletti.