Grunnskóli Vestmannaeyja mun frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða upp á skólavistun fyrir börn Foreldrar/forráðmanna sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk en Grunnskóli Vestmannaeyja hefur frá því að fjarkennsla hófst einungis tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk í sömu stöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja.
Er þessi ákvörðun tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna. Foreldrar/forráðmenn sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi hafa þurft að sækja um forgang fyrir börn sín í skóla, leikskóla og frístund í gegnum www.island.is. Einnig þurfa foreldrar barna í 3. og 4. bekk þá að sækja um forgang sérstaklega til skólastjóra annaros@grv.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst