Gleðilegt sumar!
23. apríl, 2020
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Kæru Vestmannaeyingar

Í byrjun vikunnar féllu úr gildi þær hertu aðgerðir sem gripið var til hér í Eyjum, umfram það sem gert er á landsvísu. Við fylgjum nú sömu línu og gildir fyrir mestallt landið. Hópamyndanir miðast nú við 20 en ekki 10 eins og var.

Þetta þýðir þó ekki að braráttan sé búin. Fjarri því. Enn er ekki kominn 4. maí en þá verður byrjað að létta á samkomubanninu; í litlum skrefum þó og við þurfum áfram að hafa varann á okkur. Tveir metrar eru töff!

Við hér í Eyjum, og reyndar landsmenn allir, höfum staðið okkur vel í því að fara eftir tilmælum og fyrirmælum og það er mikilvægt að við höldum því áfram, enda er það ein meginskýringin á því hve vel hefur gengið að takmarka smit. Það var líka ánægjulegt hversu margir hér í Eyjum gáfu sig fram í sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar sem veitir mikilvægar upplýsingar um eðli faraldursins og þar með hvernig hægt er að berjast gegn honum.

Í síðustu viku byrjaði síðan starfsfólk HSU að safna gögnum fyrir mótefnamælingar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og hafa rúmlega 550 manns mætt í þessa sýnatöku. Það er líka mjög mikilvægt skref í baráttunni við veiruna. Ég hvet þá sem fá boð um að fara í þessa mælingu að gera það.

Ég veit að það er komin þreyta í marga en við þufum bara að klára þessa törn. Við erum vön því að taka tarnir og þetta er ein þeirra, þótt hún sé ekki lík neinu því sem við höfum áður kynnst.

Sumardagurinn fyrsti er í dag og ”Hún rís úr sumarsænum, í silkimjúkum blænum, með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey”. Og við erum öll að velta því fyrir okkur hvernig þetta verður allt saman. Það er líka mikilvægt að geta séð ljósið við endann á göngunum. Halda í vonina um bjartari tíð.

Ég vona svo sannarlega, og er raunar sannfærð um, að við getum átt ánægjulegt og bara nokkuð eðlilegt sumar. Ég vona líka að við getum haldið okkar hátíðir og viðburði, þótt við vitum ekki nákvæmlega hvenær eða í hvaða formi. Ákvarðanir um þetta eru ekki tímabærar, hvorki af né á. ”Þríeykið” þreytist aldrei á að minna okkur á að við erum að feta ótroðnar slóðir og læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þess vegna höldum við alltaf í vonina og gerum síðan það besta úr hverri nýrri stöðu sem kemur upp!

Ég er óendanlega stolt af því hvernig við höfum tekist á við þetta stóra samfélagsverkefni. Hjálpsemin og umhyggjan hefur verið ríkjandi. Við höfum öll umturnað lífinu okkar og daglegum venjum. En við höfum líka sýnt að þetta er hægt. Höldum áfram á sömu braut og klárum þetta með sama glæsibrag og við höfum gert hingað til. Þetta tekur enda. Sumarið er komið og það styttist í að ”þá mun allt verða eins og var, sko áður en þú veist, þú veist!”

Mínar bestu óskir til ykkar allra um gleðilegt sumar!

Íris Róbertsdóttir,
bæjarstjóri

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst