Áfram Vestmannaeyjar!
1. maí, 2020
Njáll Ragnarsson

Eftir erfiðan vetur virðist vorið loksins vera komið. Veðrið síðustu dagana ber það sterklega með sér þar sem eyjan okkar hefur skartað sínu fegursta í blíðunni undanfarið. Sjálfur fagna ég sérstaklega endalokum þessa vetrar, enda með eindæmum erfiður og leiðinlegur.

Segja má að farsóttin hafi sett samfélagið allt á hliðina, bæði hér í Vestmannaeyjum sem og annars staðar. Vestmannaeyjabær ákvað um miðjan apríl að fara í margvíslegar aðgerðir til þess að bregðast við niðursveiflunni meðal annars með því að fresta gjalddögum, flýta verklegum framkvæmdum með það fyrir augum að skapa einstaklingum störf og fyrirtækjum tekjur og hefja atvinnuátak sem stuðlar að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi.

Þá var ákveðið að hefja markaðsátak í samstarfi við Ferðaþjónustusamtökin í sumar þar sem Íslendingar eru hvattir til þess að sækja okkur heim. Lengi mætti áfram telja og allt í allt nemur umfang þessara aðgerða 714 milljónum í viðbót við fjárhagsáætlun ársins. Geri aðrir betur!

Í gær bárust svo þau gleðilegu tíðindi að ferðum Herjólfs verður fjölgað strax á mánudag og verða 4 ferðir sigldar til og frá Eyjum og frá 13. maí verða sigldar 6 ferðir á hverjum degi. Þetta eru ákaflega gleðileg tíðindi.

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi bar ég upp tillögu þess efnis að uppbyggingu leikvalla, sem þegar hafði verið samþykkt, yrði flýtt enn frekar. Þannig verður gert ráð fyrir að tveir nýir leikvellir verði byggðir upp á árinu í stað þess eina sem áður hafði verið samþykktur auk þess sem farið verður í endurbætur á þeim leikvöllum sem þegar eru til staðar. Þessir leikvellir verða staðsettir í íbúahverfum bæjarins og verður áhersla lögð á barnvænt umhverfi, gott og traust undirlag í snyrtilegu nærumhverfi.

Það er margt sem bendir til þess að í sumar verði íbúar í Vestmannaeyjum meira heimavið en við höfum vanið okkur á hingað til. Með þessu móti aukum við lífsgæði barna og barnafjölskyldna enn frekar.

Í þannig samfélagi vill ég búa.

Um leið og ég óska öllum Vestmannaeyingum til hamingju með baráttudag verkalýðsins vil ég hvetja alla til þess að njóta alls þess góða sem bærinn okkar hefur uppá að bjóða í sumar. Samtakamáttur Vestmannaeyinga hefur bersýnilega komið í ljós að undanförnu og saman komumst við í gegnum þann skafl sem við höfum staðið frammi fyrir.

Því segi ég áfram Vestmannaeyjar!

 

Njáll Ragnarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst