Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því oft á tíðum að keppa við sér eldri skákmenn en strákarnir eru í 4. og 6. bekk.
Sveitina skipuðu Aron Ingi Sindrason, Auðunn Snær Gunnarsson, Ernir Heiðarsson, Heiðmar Þór Magnússon, Maksymilian Antoni Bulga og Sæþór Ingi Sæmundarson. Þjálfarar sveitarinnar er Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst