Orkumótið hófst í morgun en þar keppa drengir á aldrinum 9-10 ára. “Þátttakan á mótinu í ár er góð en það verða 104 lið frá 34 félögum, til stóð að það yrðu 112 lið en þeim fækkaði um 8 eftir covid, sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri”
“Við erum að keyra á sama prógrammi varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu á áhorfendasvæðum og við gerðum á TM Mótinu, við erum samt komin í 500 manns núna sem gerir okkur auðveldara fyrir á mótssvæðinu. Við höldum okkur við að takmarka aðgengi fullorðinna á lokuðu svæðin í gistingu, mat og íþróttahús af sóttvarnarástæðum.”
Sigga segir margt auðveldar nú en fyrir TM-mótið. “Já ég myndi segja það að fullorðna fólkið er aðeins rólegra núna en fyrir TM Mótið, sem skýrist líklega af því að nú eru búin nokkur sumarmót og TM Mótið okkar gekk mjög vel, líklegt að einhverjir hafi fylgst með framkvæmdinni á því. Eins eru allir orðnir aðeins rólegri þar sem smitum hefur fækkað allverulega og tilslakanir yfirvalda orðnar meiri.”
Sigga gleðst yfir því hvað Íslendingar eru duglegir að ferðast innanlands. “Ég því von á því að foreldrar nýti tækifærið og fylgi strákunum sínum hingað til Eyja. Miðað við fjöldann sem fylgdi stelpunum á TM Mótið þá á ég von á því að það verði ekki færri núna, frekar að það verði mikið fleiri. Ég á ekki von á öðru en að bæjarbúar taki því fagnandi að fá líf í bæinn og hjálpi okkur að gera ferðina fyrir gestina okkar að einstakri upplifun þá koma þau pottþétt aftur í heimsókn til okkar. Annars langar mig að koma á framfæri þakklæti til alllra þeirra sem hafa hjálpað okkur við framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt, ykkar framlag er félaginu ómetanlegt.”




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.