Á þessu ári eru liðin 240 ár frá því byggingu Landakirkju var lokið. Kirkjan var byggð 1774-1780 en þá voru íbúar í Eyjum innan við 300 talsins. Tvær meiriháttar breytingar hafa verðið gerðar á kirkjunni á þessum 240 árum. Í tíð von Kohls sýslumannas (1853-1860) var byggður tréturn á kirkjuna predikunarstóll sem stóð sunnanmegin var fluttur yfir altarið og settar voru svalir yfir vesturenda og fram með langveggjum.
Síðari stóra breytingin var bygging nýrrar myndarlegrar forkirkju úr steini 1955-1959 sem er í stíl við sjálfa kirkjuna. Þessu til viðbótar var byggt safnaðarheimili við kirkjuna 1988-1990 sem síðar var stækkað verulega.
Sóknarnefnd ákvað fyrr á þessu ári að minnast 240 ára afmælisins sunnudaginn 30. ágúst nk. og verður síðar gerð nánari grein fyrir dagskránni.
Í tilefni afmælisins var ákveðið að byggja nýjan vegg á vesturhluta lóðar í stað eldri sem er mjög illa farinn. Þá var ákveðið að fara í múrviðgerðir á austur og suðurveggjum lóðarinnar. Ljóst var að afla þurfti styrkja og sjálfboðaliða til að hægt væri að fara í þessi verk. Starfsfólk krikjunnar hefur að undanförnu unnið við múrviðgerður á veggjum. Í gær kom vaskur hópur sjálfboðaðliða úr hópi sóknarnefndar og starfsfólks kirkjunnar og byrjaði að mála austur og suðurvegg og verður því verki haldið áfram í dag.. Fyrirtækin Málning hf. og Miðstöðin hf. – gáfu alla málningu á veggina. Þá hafa nokkur fyrirtæki, stofnanir og verktakinn gert mögulegt að hefja framkvæmdir við vesturvegg sem liggur að Vallargötu. Þessum framkvæmdum verður lokið tímalega áður en haldið verður upp á 240 ára afmæli Landakirku 30. ágúst næst komandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst