Ný vestmannaeysk rokksveit, Molda, sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag, Við sólarinnar eld.
Hljómsveitin er skipuð fjórum Eyjamönnum. Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur.
Lagið var tekið upp í gömlu Höllinni af Gísla Stefánssyni sem einnig hljóðblandaði.
Myndbandið hér að ofan gerði Helgi Tórzhamar með aðstoð þeirra Ágústs Halldórssonar og Arnars Júlíussonar sem tóku upp myndefnið ásamt Helga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst