Einn einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 en viðkomandi var í sóttkví og er nátengdur aðilum sem áður höfðu greinst. Er því ekki um svokallað nýtt smit að ræða. Samtals eru fjórir einstaklingar í einangrun og hafa þrír náð bata. Einn einstaklingur er í sóttkví en 79 hafa lokið sóttkví.
Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti áfram vel að einstaklingsbundnum og almennum smitvörnum. Nú erum við á viðkvæmum tímapunkti þar sem leikskólar hafa tekið til starfa eftir sumarfrí og skólastarf er að hefjast í grunnskólanum og í framhaldsskólanum og því gríðarlega mikilvægt að foreldrar, forráðamenn og eldri nemendur gæti vel að sér, kynni sér og fari eftir fyrirmælum og reglum sem settar hafa verið í tengslum við skólastarf. Þannig aukast líkurnar á því að hægt sé að halda hefðbundnu skólastarfi gangandi. Við þurfum öll að hjálpast að.
Gangi ykkur vel.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.