Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. Við verðum að fara varlega þar sem veiran fer ekki í vetrarfrí. Við erum í viðkvæmri stöðu þar sem fjölmörg smit hafa greinst á landinu síðustu daga og er faraldurinn enn í vexti.
Okkur hefur tekist vel til í þessari þriðju bylgju og hafa aðeins fimm smit greinst hér í Vestmannaeyjum. Smitvarnir hafa verið til fyrirmyndar hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og stofnunum og hafa allir lagst á eitt í þeim efnum.
Vill aðgerðastjórn því þakka ykkur fyrir að vera til fyrirmyndar. Höldum áfram að hjálpast að, hvetjum hvort annað áfram og stöndum saman. Samstaða er besta sóttvörnin!
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.