Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgang að fá bóluefni. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. En í sárabót þá munum við kveikja á kertunum á Molda og vera með flugeldasýningu eins og venjulega ásamt því að Jólasveinarnir munu horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna miðvikudaginn 6. janúar kl. 19:00
Eyjamenn er einnig hvattir til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir, og vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með. Það myndi gleðja okkur ef þeir sem eiga Þrettándafána myndu flagga þeim þennan dag, ef ykkur vantar einn slíkan þá eigum við nokkra til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu.
Njótum í garðinum heima og höldum Þrettándakaffi með jólakúlunni okkar!
Þrettándakveðja
ÍBV Íþróttafélag





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.