Hvernig væri?

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðurkjördæmi mun viðhafa forval um 5 efstu sætin vegna framboðslista hreyfingarinnar til Alþingis 25. sept. í haust.  Nú þegar hefur nokkur hópur fólks ákveðið að gefa kost á sér í forvalinu bæði til 5 efstu sætanna en einnig til annarra sæta á listanum. Það sýnir að töluverður áhugi er á því að skipa sæti á framboðslistanum.  Þetta er okkur í hreyfingunni mikið ánægjuefni.

Framboðsfrestur í 5 fyrstu sætin rennur út mánudaginn 8. mars og hér vil ég hvetja alla þá sem gætu haft huga á að taka þátt að bregðast skjótt við og tilkynna þátttöku í tölvupósti til kjörstjórnar í netfanginu sudur@vg.is. Einnig er hægt að bjóða sig fram í sæti 6 – 20 og þá er hægt að stinga upp á frambjóðanda með ábendingu til kjörstjórnar, sem leitar þá eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á. Frestur til þessa rennur út 21. apríl.

Öll þau sem áhuga hafa á að koma hugsjónum VG um kvenfrelsi, félagslegan jöfnuð, umhverfisvernd og friðarstefnu í framkvæmd eru hvött til að gefa kost á sér og taka þátt í forvalinu sem verður rafrænt í takt við nútímann dagana 10. – 12. apríl. Kjördæmisstjórn Suðurkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni og fundum.

Til að kjósa í forvalinu þarf að:

– vera félagi í VG, það er gert með því að skrá sig á heimasíðu www.vg.is.

– til að fá að kjósa í forvalinu þarf að skrá sig fyrir 31. mars.

– vera með lögheimili í Suðurkjördæmi, eða skráður í VG félag í kjördæminu.

– eiga íslykil eða rafræn skilríki.

– Kosið er rafrænt á heimasíðu vg.is

Allar nánari upplýsingar veita:

Sæmundur Helgason, formaður kjörnefndar í Vg-Suður í síma 894-0524

eða Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vg í síma 896-1222

gefa

 

Við hér í VG Vestmannaeyjum erum einnig að sjálfsögðu tilbúin að gefa allar nánari upplýsingar um forvalið og hreyfinguna. Hvernig væri að gerast svolítið Vinstri- græn?

 

Bestu kveðjur

Ragnar Óskarsson

formaður VG í Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.