Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá félagaskipti yfir til Svíþjóðar og má búast við því að Kristianstad muni tilkynna um komu hennar á næstunni. Þessu greinir Morgunblaðið frá í dag.
Hún hefur leikið mjög vel fyrir ÍBV á tímabilinu og skorað sjö mörk í 10 leikjum í Pepsi Max-deildinni.
Hjá Kristianstad hittir hún Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara og þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst