Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, eru 13 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 10 í sóttkví.
Sem fyrr ítrekar aðgerðastjórn mikilvægi þess að gæta vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna og nota handspritt og andlitsgrímu.
Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og halda sig til hlés þar til niðurstaða liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðuna Heilsuvera.is en einnig má hafa samband við heilsugæsluna í síma 432-2500. Mæting í sýnatöku er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut. Raðir geta myndast utandyra á álagspunktum í sýnatöku og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri. Allir sem mæta í sýnatöku eiga að nota andlitsgrímu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.