Safnahelgi stendur til sunnudags. Safnahelgi hefur síðustu ár sett svip sinn á fyrstu vikuna í nóvember. Erindi, viðburðir og sýningar eru áberandi í þessari menningarveislu. Dagskrá helgarinnar má nálgast hér að neðan.
Föstudagur 5. nóv.
16:00-17:00 – Fab Lab – Ægisgötu 2, 3. hæð. Opið hús. Gestum og gangandi boðið að skoða nýja aðstöðu í Fab Lab-smiðjunni undir leiðsögn Frosta Gíslasonar verkefnisstjóra.
16:00-18:00 – Fiskiðjan. Opnun sýningarinnar Ljóðræn list að vetri á 3. hæð að Ægisgötu 2. Um er að ræða samsýningu 26 félagsmanna í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja. Sýningin er sölusýning.
17:00 – Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Flötum. ,,Saga af manni og bát“
Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um Óla í Bæ – Ólaf Ástgeirsson. Kristinn R. Ólafsson leggur orð í belg eftir vefleiðum frá Spáni. Marinó Sigursteinsson segir frá leiðangri nokkurra félaga, sem nýlega sóttu mögulega eina varðveitta bátinn sem enn lifir af smíði Óla, til Vopnafjarðar.
20:30 – Eldheimar. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur les og kynnir nýja, æsispennandi glæpasögu sína, Skaði, sem gerist í Vestmannaeyjum.
Gísli Matthías Auðunsson stjörnukokkur kynnir nýútkomna bók sína, Slippurinn, uppskriftir og sagan á bak við Slippævintýrið.
Óvænt tónlistaratriði og léttar veitingar.
Opið í Eldheimum alla daga milli 11 og 17.
Frítt inn í Sagnheima-byggðasafn í Safnahúsi og Sagnheima-náttúrugripasafn við Heiðarveg, laugardag og sunnudag. Opið milli 13 og 16 báða daga.
Sýning í Safnahúsi opin laugardag og sunnudag milli 13 og 16.
Frítt inn á Sjóminjasafn Þórðar Rafns á Flötum, laugardag og sunnudag milli 13 og 16.
Gestastofa Sealife Trust verður opin 10-16 á laugardag og 13-16 á sunnudag. Frítt inn fyrir heimafólk en tekið á móti frjálsum framlögum.
Sölusýning Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja í Fiskiðjunni verður opin laugardag og sunnudag milli 13 og 17.
Hvíta húsið (aðsetur Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja) opið laugardag og sunnudag milli 14 og 16.
Bókasafn Vestmannaeyja verður opið laugardag milli 13 og 16.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst