Nýrri leiðslan er farin að gefa sig og nú er unnið að því að bregðast við vandanum og leggja þriðju vatnsleiðsluna. Áætlað að framkvæmdin kosti hundruð milljóna.
Fluttu verksmiðjuna
Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja, sagði að nokkur ár væru frá því að nýrri leiðslan fór að gefa sig, bæði vegna legu hennar og aldurs. �?Hún flytur meira vatn yfir en eldri leiðslan og þess vegna er málið alvarlegra. Ástandið á gömlu leiðslunni er ótrúlega gott, leiðslan sjálf og það sem er utan um hana, stálplötur og stálþræðir, er þykkt og vafningar þéttari. Hún er bara í góðu lagi og ástæðan liggur m.a. í því að hún er lögð yfir mun sléttari og betri botn en nýrri leiðslan�?
Ívar sagði að fulltrúar NKT, sem lögðu báðar leiðslurnar, bendi alltaf á lögnina frá 1968 þegar þeir eru spurðir um líftíma neðansjávarvatnsleiðslna. �?ess má geta að ölduhæð og sjávarföll eru gríðarleg á þessu svæði og langt frá því að vera eitthvað líkt og á innfjörðum í Noregi. �?etta er fyrsta vatnsleiðslan sem þeir framleiddu en bæjarstjórn Vestmannaeyja gekk til samninga við þá árið 1966 og áætlað var að hún yrði lögð sumarið 1967. �?á kom hins vegar upp vandamál því framleiðandinn ætlaði að flytja leiðsluna á 21 járnbrautarvagni frá verksmiðjunni niður á hafnarsvæðið og síðan í skip og hingað heim. �?að gekk hins vegar ekki upp og þá tóku þeir til þess ráðs að flytja verksmiðjuna niður á bryggju í Kaupmannahöfn og þar er hún enn. �?ess vegna kom vatnsleiðslan ekki hingað fyrr en 1968 og frá þeim tíma hafa þeir lagt vatnsleiðslur um allan heim.�?
Nánar er rætt við Ívar í Fréttum



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.