Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina. Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða Við erum öll tengd.
Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd var send áfram í næstu umferð þar sem 16 skólar kepptust um að fá að senda framlag Íslands í alþjóðakeppnina. Skemmst er frá því að segja að myndin hennar Bjarteyjar Óskar var valin sem framlag Íslands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst