Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í leik gegn ÍA á Hásteinsvelli fyrir skömmu:
Kæru stuðningsmenn og allir tengdir ÍBV.
Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir strikið og lét kappið bera mig ofurliði. Eftir erfiða byrjun á mótinu og miklar væntingar hjá okkur sjálfum hefur verið mikil pressa og neikvæðni bæði frá fjölmiðlum og mögulega manni sjálfum og kannski er það ekki óeðlilegt í kringum lið sem byrjar ekki vel. Ég persónulega hef verið svekktur með byrjunina hjá mér sjálfum og mun snúa því við í næstu leikjum. Ég ætla að gefa allt mitt til að hjálpa meðspilurum , þjálfurum og öllum tengdum ÍBV að breyta þessu gengi í betri átt og byrja að ná í úrslit og gleðja ykkur það sem eftir lifir tímabils og hafa jákvæðnina á lofti.
Erum með frábæra karaktera og viljuga menn sem elska þetta félag og munu gera allt til að snúa þessu við. Það er nefnilega eitt með þennan hóp og það er það sem skein í gegn í fyrra og það er liðsheild og stemning nú er bara að ná í sömu orku og keyra saman á þetta íslandsmót þetta er fljôtt að breytast og mun allt teymið kringum liðið og leikmenn leggja allt sitt í orristuna framundan. Því það er ekki nóg að vera með í þessarri deild heldur viljum við komast á þann stað að keppa á efri hlutanum í bestu deildinni.
Vil einnig hvetja alla sem vettlinga geti valdið að styðja við bakið á liðinu enda ótrúlega mikilvægur tímapunktur og væri gaman að fá frábæra mætingu á völlinn það sem eftir lifir móts.
Með vinsemd og virðingu áfram ÍBV





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.