„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og fornritum. Skreytt með sæskrímslum, hvölum og furðuverum sem sóttar voru í allskonar sagnir frá sjófarendum,“ segir Ólafur Hjálmarsson sem færir Vestmannaeyjabæ allt kortasafn sitt að gjöf. Öll eru kortin upprunaleg og ótrúlega vönduð eintök.
Ólafur er fæddur og uppalinn í Eyjum og er í dag hagstofustjóri. Foreldrar hans voru Hjálmar Þorleifsson, oft kenndur við Neista og Bíóið þar sem hann var sýningamaður í mörg ár.
Nánar í Eyjafréttum sem komu út 6. júli sl. Blaðið er í lausasölu í Klettinum, Krónunni og Tvistinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst