Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2.
ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 en þá komst Aron Jóhannsson, Val í gírinn og jafnaði 2:2. Á 89. mínútu brenndi ÍBV af víti en það var í uppbótatíma að Halldór skoraði sitt þriðja mark og tryggði ÍBV langþráðan sigur 3:2.
ÍBV færist upp um sæti, í það næst neðsta á betri markatölu en ÍA. Það verður þó á brattann að sækja en frammistaða ÍBV í leiknum núna og á móti KA í tólftu umferð gefur fyrirheit bjartari tíma.
Myndir Sigfús Gunnar.
Staðan:
L | Mörk | Stig | |
Breiðablik | 12 | 35:12 | 31 |
Víkingur R. | 13 | 31:18 | 28 |
KA | 13 | 25:16 | 24 |
Stjarnan | 12 | 21:17 | 20 |
Valur | 13 | 22:21 | 20 |
Keflavík | 12 | 22:20 | 17 |
KR | 12 | 16:19 | 16 |
Fram | 12 | 21:29 | 13 |
FH | 13 | 16:23 | 10 |
Leiknir R. | 13 | 11:22 | 10 |
ÍBV | 13 | 15:26 | 8 |
ÍA | 12 | 13:25 | 8 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst