ÍBV mætir Keflavík á Hásteinsvelli kl. 14.00 í dag í Bestu deild karla. Má búast við miklum fjölda miðað við fjölda gesta á þjóðhátíð. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu undanfarið, Eyjamenn komnir af botninum með 11 stig eftir að hafa unnið Val og Leikni. Keflavík, sem er með 17 stig, missteig sig á móti Breiðabliki í síðustu umferð einum manni færri mest af leiknum. Þeir eru því sýnd veiði en ekki gefin.
Það er mikið undir fyrir bæði lið og því hörkuleikur í vændum. Það er eins gott fyrir Eyjamenn að fjölmenna og hvetja sína menn því Keflvíkingar eru mikið þjóðhátíðarfólk og mætir örugglega.
Á myndinni er Guðjón Ernir sem framlengdi samning sinn við ÍBV út tímabilið 2024.
Guðjón kom til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í lykilhlutverki allar götur síðan. Þessi öflugi leikmaður kom frá Hetti þar sem hann er uppalinn.
Hjá ÍBV hefur Guðjón spilað 54 deildarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Í sumar hefur hann einu sinni verið valinn í lið umferðarinnar og vakið verðskuldaða athygli í efstu deild.
Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði með áframhaldandi samstarf við Guðjóni Erni.
Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar – og gleðilega Þjóðhátíð!
Staðan:
L | Mörk | Stig | |
Breiðablik | 14 | 38:14 | 35 |
Víkingur R. | 13 | 31:18 | 28 |
KA | 14 | 28:17 | 27 |
Stjarnan | 13 | 24:17 | 23 |
Valur | 14 | 25:24 | 21 |
KR | 14 | 20:23 | 18 |
Keflavík | 14 | 25:26 | 17 |
Fram | 14 | 26:30 | 17 |
FH | 14 | 16:23 | 11 |
ÍBV | 14 | 19:27 | 11 |
Leiknir R. | 14 | 12:26 | 10 |
ÍA | 14 | 13:32 | 8 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst