„Í tilefni af forvarnarmánuði PÍETA samtakanna, september, ætla ég að reyna að gera góðverk til stuðnings samtökunum á Íslandi og æfa í 24 tíma á þremur tækjum frá Concept2, róðrarvél, hjóli og skíðavél. Ég byrjaði klukkan sjö í morgun, níunda september og klára á morgun, laugardag þann tíunda klukkan sjö,“ segir Gísli Hjartarson, crossfitari með meiru.
Hann skiptir hringnum í þrennt, hjólar 4000 metra, tekur 2000 metra róður og 1000 metra á skíðavél. „Það er öllum velkomið að taka þátt hvar sem er í heiminum og leggja málefninu lið – ég skora á ykkur að taka einn eða fleiri hringi og njóta og sýna þannig stuðning í verki.
Ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á að styrkja samtökin að leggja inn á reikning Píeta samtakanna: banki: 0301-26 – 041041 – kennitala: 410416-0690. Munið að margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Gísli nú er á fullu í Crossfit Eyjar við Heiðarveg, Eyrúnu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.