Hin mörgu andlit sjávarútvegs
21. september, 2022

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna getur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina.

Stutt stopp orðið 37 ár 

Hulda Ástvaldsdóttir starfar í dag hjá Idunn Seafoods eftir að hafa starfað í Vinnslustöðinni í 37 ár en hún ætlaði upphaflega bara að koma í mánuð eða tvo.  

Hulda er fædd og uppalin í Keflavík en þegar hún kom til vinkonu sinnar á vertíð til Eyja árið 1985 kynntist hún eiginmanni sínum, Ísleifi Arnari Vignissyni, á Skansinum og hefur búið hér síðan þá. Hulda man það eins og það eins og það hafi gerst í gær þegar hún hóf störf í Vinnslustöð Vestmannaeyja. ,,Ég byrjaði þann 13. mars 1985.”  

Blaðamaður hafði orð á því hversu nákvæmlega hún myndi þetta en þá stóð ekki á svörum. ,,Daginn áður en ég byrjaði, 12. mars hafði orðið sprengjuhótun í Vinnslustöðinni. Öllu starfsfólkinu var smalað saman út í rútur og beið þar á meðan leitað var að sprengjunni,” sagði Hulda.  

Líkar vel
Hulda breytti um starfsvettvang á árinu þegar hún færði sig yfir til Idunn Seafoods, dótturfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar. Þar er verið að niðursjóða þorsklifur í dósum.  Hulda mætir hálf sjö alla morgna til ellefu og þrífur það sem þarf að þrífa og þvær vinnufatnað starfsmanna. 

 ,,Mér líkar rosalega vel á nýja staðnum, ég er frjálsari, skemmtilegt fólk, þetta er minni vinnustaður og  því töluvert færra fólk hér en líkt og í Vinnslustöðinni er rosalega gott fólk að vinna hér. Við náum vel saman þó að flestir séu af erlendu bergi brotnir en ég og Dagur Arnarsson erum einu Íslendingarnir í Idunni.”  

Hulda hefur ílengst í Vestmannaeyjum eftir gott vertíðarstopp fyrir 37 árum.

Miklar breytingar 

Hulda segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í geiranum síðan hún hóf störf. ,,Ég var búin að prófa allt hjá Vinnslustöðinni nema nýja kerfið sem notað er í dag á vöktunum. Það hefur allt breyst svakalega mikið. Það var miklu skemmtilegra í gamla daga. Starfsfólkið var miklu meira saman, eins og á borðunum í den þegar ég var að byrja, það var alltaf gaman í vinnunni, alltaf stuð, eitthvað sem kom uppá, það er miklu verksmiðjuvænna í dag,” sagði Hulda og bætti við greinin hefði þróast mikið á þessum tíma. 

,,Í dag er allt orðið mikið hraðara, það er miklu meira pælt í hlutum og þá sérstaklega gæðamálum. Hér áður fyrr varstu varla með húfu á hausnum en í dag eru komin hárnet fyrir skegg. Hreinlæti er orðið miklu meira og öðruvísi. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman,” sagði Hulda og hló. ,,Það var mjög gott að starfa hjá Vinnslustöðinni annars hefði ég verið löngu farin þaðan. Góðir vinnuveitendur og yfirmenn sem reyna að taka tillit til starfsfólksins.” 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst