Jonathan Glenn sagt upp - Telja sig svikin

„Okkur voru að berast fréttir sem komu heldur betur á óvart en ÍBV íþróttafélag hefur ákveðið að rifta samningnum hans Glenn,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir í langri færslu á FB-síðu sinni í dag.  Jonathan Glenn þjálfaði ÍBV í Bestu deildinni í sumar og skilaði þeim í sjötta sæti sem verður að teljast viðunandi árangur.

Upplifum okkur svikin

Þórhildi, leikmanni ÍBV og eiginkonu Jonathans er greinilega brugðið. „Glenn hefur ávallt haft hag klúbbsins í forgangi og passað sig að halda góðri orðræðu á lofti þegar kemur að félaginu. Hinsvegar þá upplifum við okkur svikin og get ég ekki staðið hjá og horft uppá hann vera beittan ranglæti sem þessu.

Glenn er einhver sem hefur unnið hörðum höndum og lagt allt sitt í að bæta félagið okkar bæði sem leikmaður og þjálfari. Síðasta haust var hann ráðinn þjálfari liðsins. Erfitt hafði verið fyrir knattspyrnuráð að finna einhvern í stöðuna en hann var klárlega síðasti kostur knattspyrnuráðs þar sem enginn virtist vilja taka við kvennaliðinu,“ segir Þórhildur m.a. í langri og ítarlegri færslu á FB-síðu sinni.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.