Gott að versla í Eyjum: Hárgreiðslustofan Sjampó á Vestmannabrautina
21. desember, 2022

Hárgreiðslustofan Sjampó flutti sig um set fyrr í vetur að Vestmannabraut 30. Húsnæðið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú glæsileg hárgreiðslustofa sem er sannkölluð bæjarprýði.  Eigendur Sjampó eru þær Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, Ásta Jóna Jónsdóttir og Hafdís Ástþórsdóttir en Hafdís ræddi við blaðamann Eyjafrétta um ferlið sem átti að vera þrír mánuðir varð jafnlangt og meðganga.

Blaðmanni lék forvitni á að vita hvers vegna þær ákváðu að færa sig um set. ,,Við höfðum verið að leigja á Heiðarveginum í um 10 ár. Það fór vel um okkur þar, en það var orðið svolítið þröngt um okkur.  Þegar þetta húsnæði var auglýst til sölu þá ákváðum við að hoppa á það enda er staðsetningin er frábær,” sagði Hafdís.

Gert fokhelt
Hvernig gengu framkvæmdirnar?,, Framkvæmdirnar urðu töluvert meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Í fyrstu ætluðum við bara að taka þrjá mánuði í þetta, en svo endaði þetta með því að við ruddum öllu út og byggðum þetta nánast upp á nýtt, löguðum alla veggi, rafmagn, pípulagnir og þess háttar, svo þetta var um níu mánaða meðganga,” sagði Hafdís og hló en bætti jafnframt við að í staðinn væru þær komnar með alveg nýja eign sem þær væru ótrúlega sáttar með og stoltar af.

Eins og alltaf í framkvæmdum er eitthvað sem kemur á óvart og á Sjampó var þar engin undantekning.

,,Það sem kom okkur mest á óvart var hvað þurfti í raun mikið að gera. Það tók á að gera þetta samhliða því að við vorum meira og minna fullbókaðar í allt sumar á gömlu stofunni. Við erum svo ánægðar með hvernig þetta spilaðist á endanum. Við fengum hjálp frá HAFstudio með hönnun og svo byggðum við þetta sjálfar upp með hjálp frá körlunum okkar sem unnu hörðum höndum að þessu ásamt góðum iðnaðarmönnum héðan,” sagði Hafdís.

Stóraukið vöruúrval
Aðspurð segir Hafdís að þeim líði rosalega vel á nýja staðnum. ,,Það er rosalega góð orka í rýminu og gott andrúmsloft. Það er ótrúlega gaman að bjóða kúnnum, bæði nýjum og fastakúnnum, á svona glæsilega stofu.”

Hvað eru þið að bjóða uppá ? Við höfum aukið mikið við vöruúrval enda stækkuðum við búðarhlutann mikið. Svo höldum við áfram að bjóða upp á hársnyrtiþjónustuna að sjálfsögðu,” sagði Hafdís en helstu merkin sem þær bjóða uppá eru Davines, Label M og HH Simonsen, svo hafa þær tekið inn vörurnar frá Sóley og Milk Shake ásamt fleiri merkjum.

Nudd í stólnum
Viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn Hafdísar enda stórglæsileg aðstaða sem að þær bjóða upp á. ,,Aðstaðan er líka orðin betri. Nú er til að mynda hægt að fá nudd þegar setið er í hárþvottinum og fólk er ánægt með aukið vöruúrval,” sagði Hafdís og vildi koma eftirfarandi á framfæri að lokum. ,,Við höfum ekki enn haft tíma til þess að hafa opnunarpartí því það hefur verið svo mikið að gera! En það mun koma að því. Við þökkum Vestmannaeyjingum fyrir viðskiptin á árinu og óskum öllum gleðilegra jóla.”

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst