Páskahátíðin er mikilvægasta hátíð kristinna manna. Þá reis Jesús Krist­ur upp frá dauðum og kristnir menn hafa alla tíð litið á upprisuna sem grundvöll trúar sinnar. Upp­risan breytti því öllu. Við minnumst þess um helgina að Kristur var krossfest­ur, dáinn og grafinn en á þriðja degi reis hann aftur upp frá dauða og situr nú við hægri hönd Guðs til að dæma lifendur og dauða. Þetta er fegurðin við upp­risuna sem við gleðjumst yfir á páskunum.