„Á fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis í kjördæmaviku var aðaláhersla bæjarstjórnar lögð á stöðu heilbrigiðisþjónustu í Vesmannaeyjum. Það liggja fyrir skýrslur og greiningar varðandi þessi mál en eftir þeim er ekki farið og í raun hefur ekkert gerst frá því að “tímabundin” lokun skurðstofu var ákveðin árið 2013,“ segir í bókun bæjarráðs frá fundi þeirra á þriðjudaginn.

„Þolinmæðin er löngu þrotin. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með heilbrigiðsráðherra vegna stóðu mála í heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að þingmenn kjördæmisins, sem og aðrir þingmenn, leggist á árarnar með okkur í því að koma þjónustu- og öryggisstigi í viðunandi horf. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á næsta fund bæjarráðs til þess að ræða stöðu heilbrigðiþjónustu í Eyjum.“

Hægt er að lesa bókun bæjarráðs hérna.