Viltu læra gera pasta?

Önnur eins tilþrif við pastagerð hefur ekki sést áður.

Michele Mancini og Einsi Kaldi ætla bjóða uppá mikla skemmtun fyrir konur fimmtudaginn 14. mars. Um er að ræða pastanámskeið og það sem í boðið verður er sýni kennsla í því hvernig á að útbúa Gnocchi, ravioli, tagliatelle o.fl. hefðbundna pastarétti. Síðan er aldrei að vita nema þeir félagar taki eina eða tvær ítalskar aríur?

Á öllum borðum verður komið fyrir brauð körfum með uppáhalds “snakki” Michele, s.s. grissini, pasta fritta og auðvitað saltlausu Toskana brauði, sem hægt verður að bragðbæta með góðri Extra-jómfúarolíu og helling af salti.

Eyjafréttir heyrðu í Sigurjóni Aðalsteinssyni skipuleggjanda og sagði hann að skráning væri í fullum gangi. Aðspurður af hverju námskeiðið væri bara fyrir konur sagði Sigurjón að ekki væri nein sérstök ástæða fyrir því og það væri ekki útilokað að halda námskeið fyrir karla líka, enda væri Michele ekki að koma til Eyja í síðasta skipti.

Námskeiðið hefst klukkan átta og kostar 4.900 kr. Hægt er að panta á námskeiðið á Facebook síðu Einsa kalda eða í síma 777-0521 (Sigurjón Aðalsteinsson)