Stærð hrygn­ing­ar­stofns mak­ríls hef­ur verið end­ur­met­in og er hann nú tal­inn 77% stærri en sam­kvæmt niður­stöðum Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins í fyrra­haust. Stofn­inn er ekki leng­ur met­inn und­ir varúðarmörk­um, segir í frétt á mbl.is

Því er lík­legt að ráðgjöf ICES um veiðar þessa árs verði end­ur­skoðuð á næst­unni, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, fiski­fræðings á Haf­rann­sókna­stofn­un, sem sæti á í vinnu­hópi ICES. Það ger­ist þó ekki sjálf­krafa held­ur þurfa strand­rík­in að fara fram á það og hafa full­trú­ar þeirra rætt við ICES um þessa stöðu og fram­haldið, seg­ir Guðmund­ur í um­fjöll­un um mak­ríl­inn í Mmorg­un­blaðinu í dag.

Hrygn­ing­ar­stofn­inn er nú met­inn vera 4,16 millj­ón tonn, en í haust var hann met­inn um 2,35 millj­ón tonn að stærð. Þegar ráðgjöf­in lá fyr­ir í fyrra­haust komu fram tals­verðar efa­semd­ir um niður­stöður stofn­mats­ins. Í kjöl­farið var ákveðið að fara í saum­ana á líkan­inu á vett­vangi ICES.